Bakað með möndlumjöli

Alltaf þegar þú notar hveiti getur þú líka notað möndlumjöl. Möndlumjöl hegðar sér örlítið öðruvísi en venjulegt hveiti vegna þess að það er glútenlaust. Glúten gerir það mögulegt fyrir gerdeig að hefast þar sem það myndar  net af litlum veggjum sem halda gasi föstu í deiginu. Glúten virkar einnig sem bindiefni í deiginu og auðveldar þannig meðhöndlun þess. Í gerbaksrti er hægt að skipta út 10-20% af hveiti fyrir möndlumjöl. Þá ætti líka að auka vökvamagn um 5-10%..

Þegar bakað er án gers er hægt að skipta allt að 100% af hveitinu út. Þar sem möndlumjöl er mjög trefjaríkt drekkur það í sig meiri vökva, allt að tvisvar sinnum meira en aðrar tegundir af hveiti. Þess vegna ætti að draga úr magni möndlumjöls niður í 50-60% af upprunalegu magni hveitis eða auka vökvamagn í uppskriftinni. Verið meðvituð um að þegar bakað er með 100% möndlumjöli festist deigið ekki eins vel saman og með hveiti. Það er því góð hugmynd að bæta bindiefni við eins og til dæmis xantangúmmí.