Um Funksjonell Mat AS

Funksjonell Mat AS er norskt fyrirtæki, stofnað árið 2007. Það framleiðir nýungar í matvælum fyrir heilsumeðvitaða neytendur.
Allar okkar vörur eru þróaðar úr náttúrulegum innihaldsefnum af hóp næringarfræðinga á okkar vegum í Noregi. Við vinnum stöðugt að því að þróa nýjar vörur eins og nýjustu og mögnuðu viðbótina okkar Sukrin Gold. Eftirspurn hefur aukist gríðarlega og því erum við nú í flestum Evrópulöndum.
Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú ert neytandi, heildsali, smásali, næringarfræðingur eða blaðamaður og vilt fræðast meira um vörurnar okkar. Vinsamlegast notið upplýsingarnar hér að neðan til að hafa samband.

Almenn vörukynning

Hjá Sukrin framleiðum við fjöldan allan af spennandi, náttúrulegum og framsæknum heilsuvörum. Við höfum ástríðu fyrir því að hjálpa viðskiptavinum okkar að lifa heilbrigðari lífsmáta með því að bjóða upp á vörur og innihaldsefni sem auðvelda einfaldar breytingar á mataræðinu. Hvort sem þú fylgir mataræði sem er lágt í kolvetnum eða sykri, glútenlaust, trefjaríkt, eða ef þú vilt einfaldlega bæta meiri hollum mat við í mataræðið þá er Sukrin keðjan fullkomin fyrir þig. Allar okkar vörur eru eins náttúrulegar, óunnar og hollar og við getum mögulega framleitt þær, einnig erum við allaf að kynna nýjar vörur til leiks. Bætt mataræði – betri vellíðan!!!

Sukrin uppskriftir

Að skipta út venjulegu innihaldi fyrir hollari vörur okkar gæti ekki verið auðveldara. Við höfum búið til glæsilegt úrval af girnilegum uppskriftum sem innihalda okkar breiðu línu af náttúrulegum sætuefnum og hreinni fæðu, en einnig höfum við framleitt frábærar brauð- og kökublöndur. Við höfum aðlagað margar gamlar og góðar uppskriftir og gert þær hollari og jafnframt eins bragðgóðar. Við hrifumst með í bökunaræðið eins og allir og getum með ánægju boðið upp á fullt af góðgæti til baksturs! Við höfum sett inn upplýsingar um næringargildi við hverja uppskrift svo að það sé auðvelt að skoða ávinning þess að nota vörurnar okkar. Það er hægt að setja inn ummæli við hverja uppskrift og við viljum gjarnan heyra þitt álit! Kokkurinn okkar og yfirmaður þróunar, Debbie Russel, hefur alltaf áhuga á að heyra þína skoðun og svarar með ánægju þeim spurningum sem kunna að vakna varðandi notkun á vörunum okkar, uppskriftum, næringu eða hverju sem er!

Sukrin blöndur

Úrval okkar af lágkolvetna brauð- og kökublöndum var búið til með auðvelda notkun í huga! Blandið og bakið vörurnar eru búnar til úr samsetningum af náttúrulegum sætuefnum og hreinni fæðu úr okkar vörulínu ásamt öðrum náttúrulegum innihaldsefnum. Þær gera það auðvelt að búa til lágkolvetna, gerlaus, sykurlaus og glútenlaus brauð og kökur. Notaðu blöndurnar eins og þær eru eða bættu við uppáhalds bragðinu þínu.

Sukrin sætuefni – Náttúrulegur kaloríulaus staðgengill sykurs

Úrval okkar af nýjungagjörnum og náttúrulegum sætuefnum ná yfir Sukrin Granulated, Sukrin Melis (fínni útgáfa af Sukrin Granulated), Sukrin Plus (sem er tvöfalt sætari en sykur), og Sukrin Gold (fyrsta sætuefni í heimi sem er eins og púðursykur). Að Sukrin gold undanskildum innihalda sætuefnin okkar engin kolvetni og núll kaloríur; Sukrin gold inniheldur minna en eina kaloríu á teskeið (5g), hefur sykurstuðulinn 1 og nánanst engin kolvetni. Það er hellingur af hugmyndum um hvernig má nota sætuefnin í uppskriftunum okkar, gerið endilega tilraunir og prufið ykkur áfram!