Algengar spurningar um Sukrin melis

Er Sukrin melis náttúrulegt?

Já, sukrin melis verður til náttúrulega og menn hafa notað það mjög lengi. Erythritol er hægt að finna í ákveðnum ávöxtum, til dæmis melónum, perum og vínberjum. Það er einnig hægt að finna í gerjuðum matvælum eins og ostum, vínum og sojasósu.

Er Sukrin melis það sama og Splenda (Súkralósi) eða aspartam?

Nei. Splenda® (súkralósi) og aspartam finnast ekki í plöntum eða ávöxtum og eru ekki náttúruleg. Það eru efni sem eru búin til á rannsóknarstofum og eru nokkur hundruð sinnum sætari en sykur. Þau eru svo sæt að þau eru yfirleitt blönduð fylliefnum sem innihalda kaloríur, eins og glúkósa eða maltodextrín svo að hægt sé að nota þau í daglegu lífi. Sukrin melis er notað í hreinu formi.

Er Sukrin melis það sama og ávaxtasykur?

Nei. Ávaxtasykur er tegund af sykri sem inniheldur 400 kaloríur í 100g eins og sykur (súkrósi). Sukrin melis er ekki tegund af sykri og inniheldur engar kaloríur.

Er Sukrin melis kolvetni?

Já og nei. Sukrin melis er tæknilega séð kolvetni en það hegðar sér ekki eins og venjuleg kolvetni t.d. eins og sykur og sterkja. Sukrin melis er ekki notað sem orka í líkamanum, heldur skilar sér ónotuðu úr honum með þvaginu. Það þarf ekki að telja sukrin melis með þegar verið er að reikna kolvetnainntöku. Þess vegna hentar sukrin melis vel í lágkolvetna mataræði og fyrir þá sem vilja forðast óþarfa kolvetni.

Getur fólk með candidasýkingu notað Sukrin melis?

Já. Candida sveppurinn getur ekki notað sukrin melis til að rækta sig.

Getur fólk með sykursýki notað Sukrin melis?

Já. Sukrin melis hefur ekki áhrif á blóðsykur og insúlín magn. Þess vegna er sukrin melis hentugt fyrir fólk með sykursýki.

Getur fólk með frúktósavanfrásog (fructose malabsorption) notað Sukrin melis?

Já. Sukrin melis inniheldur ekki frúktósa og breytist ekki í frúktósa í líkamanum.

Hvernig er Sukrin melis framleitt?

Hið náttúrulega sukrin melis er búið til úr Erythritol (100%), sem er búið til úr glúkósa, fengnum úr maíssterkju sem ekki hefur verið erfðabreytt. Erythritol (100% af sukrin melis), er framleitt með gerjun á glúkósa. Ræktuðum bakteríum er bætt við glúkósa sem er breytt í erythritol (100% af sukrin melis). Þetta er sama aðferð og notuð er til að framleiða vín, osta og jógúrt og er alveg náttúruleg.

Er Sukrin melis samþykkt í Evrópusambandinu?

Já. Erythritol (100% af sukrin melis) var, eftir ítarlega skoðun, leyft til manneldis í Evrópusambandinu sumarið 2006. Það hefur verið notað síðan 1990 í Japan og síðan 1997 í Bandaríkjunum.

Hvað eru margar kaloríur í Sukrin melis?

Sukrin melis inniheldur engar kaloríur. Til samanburðar inniheldur venjulegur sykur (súkrósi) 400 kaloríur á 100g. Kaloría er mælieining sem tilgreinir hversu mikil orka er í til staðar í líkamanum þegar maturinn er brotinn niður. Þegar meira magn af kaloríum er tekið inn en notað er þá er afgangurinn geymdur sem fita.

Hvað eru sykuralkóhólar?

Sykuralkóhólar eru hópur efna sem koma fram í náttúrunni. Efnafræðilega hafa þessi efni sameiginlega þætti bæði með sykri og áfengi, en þrátt fyrir nafnið er það hvorugt af þessu. Sukrin melis er byggt á sykuralkóhóli sem kallast erythritol (100% af sukrin melis).

Á hvaða hátt er Sukrin melis öðruvísi en aðrir sykuralkóhólar?

Líkami okkar meðhöndlar sukrin melis öðruvísi en aðra sykuralkóhóla (xýlitól, maltitól, sorbitól osfrv.). Sukrin melis en minnsti sykuralkóhólinn sem við þekkjum og er nánast alveg (90%) tekið upp í smáþörmunum og skilast út óbreyttur.

Aðrir sykuralkóhólar eru stærri og eru einungis að hluta til teknir upp í smáþörmunum. Þeir fara í ristilinn þar sem þeir eru brotnir niður af bakteríum sem framleiða sýrur og loft. Þessar fitusýrur eru teknar upp sem orka í líkamanum. Að auki er vatn dregið úr þörmunum (vegna osmósuþrýstings) sem veldur niðurgangi.

Sukrin melis er því ólíkt öðrum sykuralkóhólum þannig að það veitir ekki orku og veldur ekki óþægindum í maga við eðlilega notkun.

Afhverju er stendur „Not suitable for the production of beverages.“ á Sukrin melis pakkningunni?

Evrópusambandið ákvað að sykuralkóhólar væru ekki ætlaðir í drykki vegna þess að það er auðveldara að taka inn stóra skammta í drykkjarformi en í fastri fæðu. Allir sykuralkóhólar eru undir sömu lögum og þess vegna verður þetta að standa á sukrin melis pakkningunni, þrátt fyrir að hafa mikið hærra meltingarþol en aðrir sykuralkóhólar. Í Bandaríkjunum er sukrin melis leyft til notkunar í drykki og við vonum að það verði einnig leyft fljótlega í Evrópu.

Hvað er geymsluþol Sukrin melis mikið?

Á sukrin melis pökkunum er “best fyrir” dagsetningin 2 árum eftir framleiðslu. Í raun hefur sukrin melis ótakmarkað geymsluþol eins og venjulegur sykur.

Get ég treyst því að það sé öruggt að nota Sukrin melis?

Gerð var ítarleg og gagnrýnin rannsókn á eiginleikum erythritol (100% af sukrin melis) árið 1998. Ekkert neikvætt fannst í þeirri rannsókn.

Hér eru niðustöðurnar úr rannsókninni sem var 36 blaðsíður:

„Stór hluti af þeim gögnum sem birt hafa verið styðja við þá niðurstöðu að inntaka erythritol (100% af sukrin melis) ætti ekki að valda aukaverkunum sé þess neytt samkvæmt skilyrðum fyrirhugaðrar notkunar í matvælum.
Fyrirliggjandi rannsóknir sýna að erythritol (100% af sukrin melis) frásogast greiðlega, er ekki brotið niður í líkamanum og skilar sér hratt og óbreytt út í þvagið.
Ennfremur verður erythritol (100% af sukrin melis) til í matvælum á eðlilegan hátt og eru því náttúruleg. Bæði eiturefnarannsóknir á dýrum og klínískar rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á öryggi erythritol (100% af sukrin melis), jafnvel þegar þess er neytt daglega í miklu magni. Byggt á öllu þessu gagnamagni um öryggi erythritol (100% of sukrin melis), er ályktað að erythritol (100% of sukrin melis) er öruggt til fyrirhugaðrar notkunar í matvælum.“

(Food and Chemical Toxicology 36 (1998) 1139-1174)

Get ég neytt Sukrin melis ef ég fylgi reglum um mataræði gyðingatrúar eða íslamstrúar?

Já, sukrin melis er Kosher og Halal vottað..

Hver er efnafræðileg formúla sukrin melis?

Sukrin melis er 4-carbon linear sykuralkóhóli sem hefur efnaformúluna C4H10O4.

Vinsamlegast skoðið viðmiðunarsíðuna okkar fyrir frekari upplýsingar um rannsóknir á sukrin melis.