Bolludags bollur

Bolludags bollur

Þessi uppskrift gefur um 16 bollur sem eru aðeins hollari en þær sem við borðum vanarlega.

Innihaldsefni

100 g smjör eða 100 ml canola olía
350 ml mjólk
1 pk ger
550 g (9 dl) hveiti eða spelt
60 g (1 dl) FiberFin
100 g (um 1 dl) Sukrin
1 msk sykur / hunang
½ tsk kardimomma
½ tsk lyftiduft eða hjartarsalt

Gljái:
Hrært egg

Fylling og skraut:
3 dl þeyttur rjómi og 1-2 msk Sukrin
Sulta, gjarnan sykurlaus
Sigtað SukrinMelis

Leiðbeiningar

Bræðið smjör, bætið mjólk út í og hitið þar til blandan er volg. Setjið í skál og bætið geri, Sukrin, kardimommu og lyftidufti við. Bætið FiberFin og meirihlutanum af hveitinu við og hnoðið í mjúkt deig. Bætið smá hveiti við ef þarf. Breiðið yfir skálina með filmu og látið hefast í um það bil eina klukkustund á hlýjum stað.

Setjið deigið á borð með hveiti á, skerið í 16 stykki og mótið bollurnar. Raðið þeim á bökunarpappír eða smurða ofnplötu. Látið hefast á hlýjum stað í 30-40 mínútur. Penslið með hrærðu eggi og bakið bollurnar í 12-15 mínútur við 225°C.

Kælið bollurnar á grind. Ef þú vilt setja rjóma inn í þær, þá þurfa þær að kólna fyrst. Skerið bollurnar. Setjið sultu og smá þeyttan rjóma inn í þær. Ef þú vilt hollari rjóma má blanda honum við vanillukrem. Setjið toppinn á bollurnar og stráið þunnu lagi af SukrinMelis yfir.

Meira af spennandi áleggi:
Setjið súkkulaðistykki, marsipan eða smarties inn í hverja bollu áður en hún er mótuð. Það mun koma þeim sem borðar bolluna skemmtilega á óvart.

Bolludags bollur, morgunmatur í rúmið?
Þú getur búið til deigið kvöldið áður. Blandið öllu innihaldi saman köldu. Mótið bollur úr deiginu (án áleggs) án þess að láta þær hefast. Raðið bollunum á smurða ofnplötu og setjið filmu yfir. Látið plötuna standa á köldum stað, til dæmis í kjallara yfir nótt. Penslið bollurnar áður en þær eru bakaðar. Látið þær standa á hlýjum stað í um það bil hálftíma svo að þær nái að hefast aðeins áður en þær eru settar inn í kaldan ofninn. Stillið ofninn á 225°C og bakið þar til bollurnar fá fallegan gylltan lit. Þá er auðvelt að færa ástvinum nýbakaðar bollur í rúmið!

Næringargildi er aðeins fyrir bollurnar sjálfar, án áleggs.

Innihaldsefni

í 100 gr kcal prótein kolvetni fita trefjar
241 6,8 34,6 8,4 5,2