Algengar spurningar um Fibrefine

Er Fibrefine náttúrulegt?

Já, Fibrefine er 100% náttúruleg vara án aukaefna.

Eru maísplönturnar sem Fiberfine er búið til úr erfðabreyttar?

Nei. Þessi tegund af maís er ræktuð í Bandaríkjunum á hefðbundinn hátt, alveg án þess að notast við erfðatækni.

Ég hélt að maíssterkja gæti ekki verið holl. Hvernig getur verið að það sé svona mikið af trefjum í mjöli sem búið er til úr maís?

Fibrefine er búið til úr sérstakri amerískri maísplöntu sem hefur verið ræktuð í mörg ár, og inniheldur 80% amylose sterkju. Það er tegund af sterkju sem er þolin gegn magasýrum og er ekki brotin niður af ensímum í meltingarkerfinu. Þolin sterkja umbreytist ekki í orku, heldur virkar hún eins og trefjar, hún hefur stjórn á blóðsykrinum og er góð fyrir meltinguna.

Get ég skipt út öllu hveiti í köku fyrir Fiberfine?

Fiberfine er glútenlaust og hefur því ekki eiginleika til að binda. Við mælum með að skipta út 10-20%. Þá er trefjainnihaldið mun meira en í öllu öðru hveiti.

Get ég notað Fibrefine til að gera sósur þykkar?

Nei, Fibrefine hefur ekki eiginleika til að þykkja.

Er Fibrefine það sama og FiberHusk?

FiberHusk eru vatnsleysanlegar trefjar sem taka upp vökva og verða að mjúku hlaupi. Það bindur deig og gerir það meðfærilegra. Hægt er að nota FiberHusk í uppskriftum þar sem mikið af hveitinu er skipt út, til að láta það binda deigið. Það er notað í litlu magni (um það bil ein matskeið), og breytir áferð deigsins. Fiberfin er trefja viðbót, sem hefur ekki bindandi eiginleika og hefur ekki áhrif á útlit eða bragð. Með því að skipta út 10-20% af venjulegu hveiti út fyrir Fibrefine eykurðu innihald trefja til muna, en maturinn bragðast eins og útlit matarins er eins og þegar notað er hvítt hveiti. Þessar tvær vörur hafa mismunandi eiginleika, en það er vel hægt að nota þær saman.