Fibrefine – náttúrulegt fínt mjöl sem er trefjaríkt.

Allir sem vilja borða hollari mat geta notað Fibrefine, annað hvort sem bætiefni eða til að nota í bakstur og eldamennsku.

  • Glútenlaust
  • Hátt innihald af trefjum
  • Stuðlar að minni hækkun blóðsykurs eftir neyslu matar
  • Stuðlar að heilbrigðu meltingarkerfi
  • Hentar vel í bakstur, eldun eða sem bætiefni

Heilsa og hagur með ofur trefjum

Margir borða of lítið af trefjum. Ráðlagður dagsskammtur af trefjum úr mat er um 30 grömm. Fiberfine inniheldur 6 grömm af trefjum í einni matskeið (10 grömm). Fiberfine inniheldur sérstaklega góðar trefjar og einnig er auðvelt að nota það í daglegt mataræði.

Gerið baksturinn hollari

Með Fiberfine er auðvelt að auka innihald trefja og lækka sykurstuðulinn í brauði, pítsum, bökum, pönnukökum, vöfflum, múffum og kökum. Það er hvítt mjöl sem hægt er að bæta út í mat án þess að breyta bragði, áferð eða útliti. Fiberfine inniheldur 60% trefjar og einungis 31% kolvetni. Ein matskeið af Fiberfine gefur jafn mikið og 100g af heilhveiti. Það þarf aðeins lítið magn til að gera matinn hollari. Fiberfine er náttúrulega glútenlaust.

Hvernig á að nota Fibrefine?

Sem bætiefni:
Bakarðu sjaldan? Prufaðu Fiberfine út í morgunkornið, blandaðu það út í djús, mjólk eða jógúrt, eða blandaðu það út í smoothie eða próteindrykk. Ein matskeið af Fiberfine inniheldur 6 grömm af trefjum.

Í baksturinn:
Alltaf þegar þú notar hveiti getur þú líka notað Fiberfine, þú einfaldlega skiptir 10-20% af hveitinu út fyrir Fiberfin. Bragð og útlit breytast ekkert! Til dæmis ef þú skiptir 7% af hveitinu í pítsudeigi út, þá verður innihald trefja í pítsunni jafn hátt og í heilhveitibrauði.