Bakstur með Sukrin

Í hvað get ég notað Sukrin?

Hægt er að nota Sukrin í allt sem þú notar sykur í venjulega. Þú getur notað Sukrin út á ávexti og ber, morgunkorn, grauta, í te og kafi, í skyrdrykki, sultu og allstaðar þar sem þú vilt skipta sykrinum út. Sukrin Þolir hita og getur þess vegna einnig verið notað í eldamennsku og bakstur. Til að skipta út sykri fyrir Sukrin er notast við sama magn, eða 100ml Sukrin í stað 90g af sykri .

Hvernig nota ég Sukrin í mínar uppskriftir?

Þegar þú notar Sukrin í eigin uppskriftir eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga til að fá sem besta útkomu. Magnið af Sukrin ætti ekki að vera meira en einn fimmti hluti, eða 20% af heildarinnihaldi uppskriftarinnar. Til dæmis í deigi sem vegur eitt kíló á að vera 100g af Sukrin. Það eru 10% af heildarþyngd deigsins og virkar því vel. Ef það er mikið af sykri í uppskriftinni er hægt að nota önnur sætuefni með Sukrin, til dæmis hunang eða púðursykur. Ef þú ert í vafa mælum við með því að þú prufir þig áfram með því að nota Sukrin og sykur til helminga. Allar uppskriftir okkar eru prófaðar með Sukrin og virka vel.

Bakstur með geri

Þegar Sukrin og ger er notað í baksturinn mun deigið ekki lyftast jafn mikið og þegar sykur er notaður. Deigið er lengur að lyftast og það getur verið kostur að bæta einni matskeið af sykri eða hunangi út í það til að það lyftist meira. Deigið lyftist svo enn meira þegar baksturinn á sér stað í ofninum og útkoman verður alveg jafn góð!