Kraftmiklar glútenlausar múffur

Múffur þurfa ekki alltaf að vera sætar á bragðið. Prufið kraftmikla múffu sem frábæra viðbót í nestisboxið, til að taka með í lautarferðina, eða til að smyrja og hafa með súpunni. Múffurnar er hægt að borða í morgunmat, hádegismat, kvöldmat, eða jafnvel sem bragðgóðan millibita. Þær eru ekki aðeins ljúffengar og kraftmiklar, heldur eru þær líka hollar og seðjandi. Múffublandan er búin til með sesam hveiti og inniheldur ekki glúten. Hún er rík af trefjum og próteini, og lág í kolvetnum.

Fegurðin við þessar múffur er sú að það er ótrúlega auðvelt að búa þær til. Það þarf bara að bæta við eggi, olíu og vatni, og baka þær í um 20 mínútur í ofni. Með því að bæta við auka innihaldi í múffurnar verða þær að heilli og hollri máltíð. Prufið mismunandi tegundir af ostum, kjöti, grænmeti eða jurtum. Það má einnig frysta múffurnar og grípa til þeirra þegar þig vantar fljótlega máltíð eða langar í sykurlaust snarl.

Þetta gerir kraftmiklu múffurnar hollari:

  • Ekkert hveiti eða glúten
  • 20 % prótein
  • Aðeins 4 % kolvetni

Ráð: Skiptið vatninu út fyrir 40-60 g salsasósu til að fá meira bragð og fyllingu.

 

Innihald:

Sesam hveiti, baunaprótein, trefjar (kaffifífill, psyllium), sojamjöl, sætuefni: Sukrin (erythritol), lyftiefni (bíkarbónat, dífosfat), kraftur úr nautakjöti, laukur, tómatar, sellerí, salt.

Nettóþyngd: 235 g. Gefur um 550 g af tilbúnum múffum (meira ef bætt er við eigin hráefnum).

Tilbúnar múffur innihalda 247 kaloríur, 14 g fitu, 4 g kolvetni, 11 g trefjar, 20 g prótein á 100 grömm.