Kókoshveiti

Kókoshveiti er búið til úr lífrænu, fituskertu kókosi sem búið er að þurrka og mala. Mjölið er glútenlaust, sérstaklega trefjaríkt og lágt í kolvetnum.

  • 50% trefjar
  • 9% kolvetni
  • Glutenlaust

Hægt er að skipta allt að 25% af hveiti út í hefðbundnum uppskriftum fyrir kókoshveiti, og minnka þannig magn af kaloríum og kolvetnum. Þetta gefur einnig aukið magn af trefjum. Ef þú vilt skipta öðru glútenlausu mjöli út fyrir kókoshveiti, þá er einfaldlega hægt að skipta því út 100%, en við mælum með að nota kókoshveiti með öðru mjöli fyrir bestu mögulegu útkomu.

Kókoshveiti drekkur í sig meiri vökva en flestar aðrar tegundir af mjöli vegna þess að það er trefjaríkt. Þess vegna er notað minna magn af kókoshveiti þegar það er notað í stað hveitis (um 40% minna). Þá er notað jafnt magn af vökva (prufaðu þig áfram með litlu magni þangað til að þú færð þá áferð sem þú óskar). Einnig er mælt með að bæta við auka eggi þegar bakað er með miklu magni af kókoshveiti (bætið einu eggi við fyrir hver 30g af kókoshveiti).

kókoshveiti er oft notað í próteinstykki og “prótein bakstur”, og er oft notað með próteindufti. Mjölið er náttúrulega sætt á bragðið og þannig er hægt að nota minna af sætuefnum. kókoshveiti er einnig hentugt sem náttúrulegur sósujafnari.

Næringarinnihald í kókosi fer eftir uppskeru hverju sinni. Við höfum aflað upplýsinga til að reikna sem nákvæmast meðaltal og notum næringargildið sem kemur fram hér að neðan á pakkningum okkar.

Næringargildi í 100 g:

Orka: 1339 kJ/320 kcal
Fita: 12 g
– þar af mettaðar: 11 g
Kolvetni: 9 g
-þar af sykur: 9 g
Trefjaefni: 50g
Prótein: 19 g
Salt: 0 g