Black Magic súkkulaðikaka

Black Magic súkkulaðikaka

Draumasúkkulaðikaka, búin til með sterku kaffi og hágæða dökku súkkulaði. Þar sem kakan er algjörlega hveitilaus verður áferðin þéttari og nánast rjómakennd. Algjör draumakaka fyrir fullorðna sem kunna að njóta lífsins!

Innihaldsefni

250 g smjör
250 g bökunar / dökkt súkkulaði (sykurlaust ef það fæst)
100 ml kaffi
1 tsk vanilludropar (má sleppa)
150 g Sukrin
4 egg

Leiðbeiningar

Bræðið smjör og súkkulaði með kaffi í potti yfir lágum hita. Hrærið blönduna þar til hún er snuðrulaus. Takið pottinn af hellunni og látið kólna aðeins. Hrærið egg og Sukrin vel saman og blandið við súkkulaðiblönduna. Hellið deiginu í lítið hringlaga kökuform (20 sm) með bökunarpappír á botninum. Bakið í miðjum ofni við 175°C í eina klukkustund. Það þarf að baka kökuna lengi vegna þess að það er ekkert hveiti í henni.

Kælið kökuna í forminu, gjarnan í ísskáp yfir nótt. Losið hana úr forminu með því að skera meðfram hliðunum með beittum hníf. Takið kökuna úr forminu og fjarlægið bökunarpappírinn. Setjið á fallegan kökudisk og njótið!

Sé þess óskað má bæta súkkulaðikremi ofan á kökuna með því að bræða súkkulaði og smjör saman og hella yfir. Ef þú vilt gera stærri köku má tvöfalda deigið og baka hana í formi sem er 24-26 sm í þvermál. Mundu bara að þá þarf líka að lengja bökunartímann í allt að 2 tíma.

Geymið kökuna í kæli, en hún bragðast best við stofuhita.

Innihaldsefni

í 100 gr kcal prótein kolvetni fita trefjar
368 4 12,5 33,5 3,2