Lágkolvetna brauð

Sólblóma og graskerafræ

  • Ofur lágkolvetna, aðeins 1 g á sneið!
  • Ekkert hveiti, mjólk, ger, soja eða sykur
  • Auðvelt að búa til, það þarf ekkert að hnoða
  • Glútenlaust

Lágkolvetna brauðblandan okkar er fljótleg og auðveld leið til að búa til hollt heimatilbúið brauð. Bætið bara vatni út í – það þarf ekkert að hnoða! Brauðið inniheldur 1 gramm af kolvetnum, 58 kaloríur og 8,5 grömm af trefjum, sem er 36% færri kaloríur, 94% minna af kolvetnum og meira en 4 sinnum meira magn af trefjum miðað við venjulegt heilhveitibrauð. Brauðið helst ferskt í nokkra daga.

Næringarinnihald

Næringarinnihald í 100 g af tilbúnu brauði kcal Protein Kolvetni Fita Trefjar
Meðal heilhveitibrauð 225 8.6 42.7 2.2 4.4
Lágkolvetna brauð úr brauðblöndu 144 8.7 2.5 8.4 21.2

Leiðbeiningar:

Stillið ofninn á 200 °C.
Setjið innihald pokans í skál og bætið 300 ml af vatni út í.
Blandið vel og hellið deiginu í meðfylgjandi form.
Stráið auka sólblóma- eða graskerafræjum yfir, sé þess óskað.
Bakið í 60 mínútur (til að fá stökka áferð er hægt að taka brauðið úr forminu og baka þannig síðustu 10 mínúturnar).
Takið brauðið út og kælið alveg á grind, ekki í bakkanum.
Geymið brauðið í poka inni í ísskáp.

Ráð:

Mjög gott að rista.

Bætið bragðefnum í deigið, til dæmis jurtum, ólífum, sólþurrkuðum tómötum, eða gerið sætari útgáfu með Sukrin eða Sukrin+, þurrkuðum ávöxtum og kanil.

Innihald:

Fræ og kjarnar (Psyllium, sólblóm, sesam, grasker, flax), trefjar (úr sykurrófum og baunum, Fiberfine þolinni sterkju), eggjaduft, baunaprótein, sætuefni Sukrin (erythritol), lyftiefni (E450, E500), salt með lægra magni af natríum (natríumklóríð og kalíumklóríð).

Nettó þyngd: 250 g. Gefur af sér um það bil 530 g brauð.

Best fyrir: 12 mánuðir